Persónuvernd - GDPR

Ný persónuverndarlöggjöf um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

Þann 15. júlí 2018 tóku gildi á Íslandi ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og var þar með í lög leidd persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (e. GDPR). Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi og þurfa fyrirtæki nú að sýna fram á að þau geti verndað persónugreinanlegar upplýsingar einstaklinga, auk þess að vera í stakk búin til að upplýsa einstaklinga um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga þeirra.